Egilsstaðaskóli - nemendamál - kynnt á fundinum

Málsnúmer 201305066

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 185. fundur - 13.05.2013

Skólastjóri, kynnti erindið. Farið er fram á viðbótarfjárveitingu á haustönn vegna nemanda sem hóf nám eftir upphaf skólaárs. Viðbótin nemur 10 kennslustundum á viku á næsta skólaári. Viðbótarkostnaður til loka ársins 2013 er áætlaður u.þ.b. kr. 700.000. Fræðslunefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar viðbótarfjárbeiðninni til bæjarráðs.