Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

230. fundur 09. febrúar 2016 kl. 17:00 - 19:05 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurlaug Jónasdóttir, Hrefna Egilsdóttir og Þorvaldur Benediktsson Hjarðar sátu fundinn undir liðum 1-7.

1.Áminning til sveitarfélaga frá umboðsmanni barna

Málsnúmer 201602062

Lagt fram til kynningar.

2.Gátlisti um ábyrgð skólanefnda skv. lögum og reglugerðum

Málsnúmer 201501057

Í vinnslu.

3.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

4.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, fylgdi eftir tveimur fyrirliggjandi fundargerðum skólaráðs.

Lagt fram til kynningar.

5.Fellaskóli - sjálfsmatsskýrsla 2014-2015

Málsnúmer 201510147

Sverrir Gestsson fór yfir stöðu úrbótaáætlunar á grundvelli sjálfsmatsskýrslu. Byggt er á könnunum Skólapúlsins og meginatriði varða ákveðna þætti sem snúa að húsnæðismálum/vinnuaðstöðu. Forgangsröðuð, tímasett úrbótaáætlun verður kynnt fyrir fræðslunefnd þegar hún liggur fyrir.

Lagt fram til kynningar.

6.Fellaskóli - húsnæðismál

Málsnúmer 201602040

Sverrir Gestsson kynnti stöðu og áætlun vegna framkvæmda við húsnæði Fellaskóla.

Til kynningar.

7.Egilsstaðaskóli - breyting á skóladagatali

Málsnúmer 201602039

Sigurlaug Jónasdóttir kynnti erindið sem varðar skóladaginn 20. apríl en þá er starfsfólk skólans í námsferð. Í samræmi við niðurstöðu á fundi skólaráðs er óskað eftir að sá dagur verði skertur skóladagur en í staðinn verði 1. júní fullur skóladagur nemenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201509016

Sigurlaug Jónasdóttir kynnti málin sem varða 3 nemendur.

Trúnaðarmál.

9.Þátttaka í rannsókn

Málsnúmer 201602042

Beiðnin hefur fengið umfjöllun í hópi skólastjórnenda sem samþykkja þátttöku í umbeðinni rannsókn. Fræðslunefnd samþykkir því fyrir sitt leyti þátttöku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:05.