Sverrir Gestsson fór yfir stöðu úrbótaáætlunar á grundvelli sjálfsmatsskýrslu. Byggt er á könnunum Skólapúlsins og meginatriði varða ákveðna þætti sem snúa að húsnæðismálum/vinnuaðstöðu. Forgangsröðuð, tímasett úrbótaáætlun verður kynnt fyrir fræðslunefnd þegar hún liggur fyrir.
Sigurlaug Jónasdóttir kynnti erindið sem varðar skóladaginn 20. apríl en þá er starfsfólk skólans í námsferð. Í samræmi við niðurstöðu á fundi skólaráðs er óskað eftir að sá dagur verði skertur skóladagur en í staðinn verði 1. júní fullur skóladagur nemenda.
Beiðnin hefur fengið umfjöllun í hópi skólastjórnenda sem samþykkja þátttöku í umbeðinni rannsókn. Fræðslunefnd samþykkir því fyrir sitt leyti þátttöku.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
7.Áminning til sveitarfélaga frá umboðsmanni barna