Egilsstaðaskóli - breyting á skóladagatali

Málsnúmer 201602039

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 09.02.2016

Sigurlaug Jónasdóttir kynnti erindið sem varðar skóladaginn 20. apríl en þá er starfsfólk skólans í námsferð. Í samræmi við niðurstöðu á fundi skólaráðs er óskað eftir að sá dagur verði skertur skóladagur en í staðinn verði 1. júní fullur skóladagur nemenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Sigurlaug Jónasdóttir kynnti fræðslunefnd erindið sem varðar skóladaginn 20. apríl, en þá er starfsfólk skólans í námsferð. Í samræmi við niðurstöðu á fundi skólaráðs er óskað eftir að sá dagur verði skertur skóladagur en í staðinn verði 1. júní fullur skóladagur nemenda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn framangreinda breytingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.