Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

227. fundur 08. desember 2015 kl. 17:00 - 21:25 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Árni Ólason varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla Sigríður Herdís Pálsdóttir, Hlín Stefánsdóttir og Sigríður Dóra Halldórsdóttir mættu á fundinn undir liðum 1-3 og Sigurlaug Jónasdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskóla mætti á fundinn undir liðum 1-4. Skólastjórnendur mættu undir liðum 1-3 og Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla sat þar að auki fundinn undir lið 4.

1.Samstarf um þróunarverkefni í leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201506134Vakta málsnúmer

Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, deildarstjóri í Egilsstaðaskóla, mætti á fund nefndarinnar og kynnti verkefni varðandi samstarf um þróunarverkefni í leik- og grunnskóla sem hún og Guðmunda Vala Jónasdóttir leikskólastjóri í Hádegishöfða unnu saman í námi í Háskóla Íslands.

2.Sameiginlegt verkefni leik- og grunnskóla á Austurlandi um bættan námsárangur

Málsnúmer 201501223Vakta málsnúmer

Skólastjórnendur kynntu stöðu vinnunnar í hverjum og einum skóla.

3.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd mun vinna að því að skipaður verði stýrihópur sem leiði vinnuna við endurskoðun á menntastefnu Fljótsdalshéraðs. Sá stýrihópur verði skipaður í byrjun árs 2016 og í framhaldi verði umræða um vinnuferlið í fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040Vakta málsnúmer

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, fylgdi eftir þeim fundargerðum skólaráðs Fellaskóla sem lágu fyrir fundinum og þeirri könnun meðal foreldra sem kynnt er í síðari fundargerðinni.

Lagt fram til kynningar.

5.Skólaakstur 2016-2017

Málsnúmer 201512027Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að hefja undirbúning að útboði á skólaakstri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirliggjandi gögn frá tónlistarskólunum.

Mál í vinnslu.

7.Launaþróun á fræðslusviði

Málsnúmer 201403032Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu þróunar launaliðar á fræðslusviði.

8.Fjárhagur fræðslusviðs 2015

Málsnúmer 201512026Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirsjáanlega rekstrarniðurstöðu fræðslusviðs. Í ljósi niðurstöðunnar leggur fræðslunefnd ríka áherslu á að stjórnendur gæti ítrasta aðhalds nú í lok árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Skólavogin - upplýsingar um grunnskóla á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201512028Vakta málsnúmer

Til kynningar.

10.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 21:25.