Fjárhagur fræðslusviðs 2015

Málsnúmer 201512026

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 08.12.2015

Farið yfir fyrirsjáanlega rekstrarniðurstöðu fræðslusviðs. Í ljósi niðurstöðunnar leggur fræðslunefnd ríka áherslu á að stjórnendur gæti ítrasta aðhalds nú í lok árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 16.12.2015

Á fundi fræðslunefndar var farið yfir fyrirsjáanlega rekstrarniðurstöðu fræðslusviðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi niðurstöðunnar tekur bæjarstjórn undir með fræðslunefnd og leggur ríka áherslu á að stjórnendur gæti ýtrasta aðhalds nú í lok árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.