Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

210. fundur 09. desember 2014 kl. 17:00 - 20:03 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Formaður óskaði eftir heimild til að gera breytingu á útsendu fundarboði þannig að við bætist liðurinn "Beiðni um styrk vegna eldvarnaátaksins 2014" og verði sá liður nr. 9 á dagskránni og þeir liðir sem á eftir koma flytist aftur í samræmi við það. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurlaug Jónasdóttir og Þorvaldur Hjarðar sátu fundinn undir liðum 1-4. Auk þeirra sátu Stefanía Malen Stefánsdóttir, Sverrir Gestsson og Jón Ingi Arngrímsson sátu fundinn undir fyrsta lið. Grunnskólastjórar sátu jafnframt fundinn undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra skóla sérstaklega. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Þórey Birna Jónsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir sátu fundinn undir liðum 4-8.

1.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, fór yfir vinnuferli sem framundan er vegna fyrirhugaðrar vinnu Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri við úttekt á grunn- og tónlistarskólum á Fljótsdalshéraði.

2.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

Málsnúmer 201305087

Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri Brúarásskóla, kynnti fundargerðina. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, kynnti fundargerðina. Sverrir benti á þá bókun í fundargerðinni sem fjallar um afstöðu skólaráðs til starfsemi félagsmiðstöðva - fræðslunefnd vísar þeirri bókun skólaráðsins til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Málefni Skólamötuneytis

Málsnúmer 201412027

Fréttabréf Skólamötuneytis lagt fram til kynningar. Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti ýmsa nýbreytni í tengslum við framkvæmd í hádegi í Egilsstaðaskóla. Fiskmáltíðir í skólastofnunum ræddar, ekki er gert ráð fyrir breytingum hvað þær varðar. Fræðslunefnd ítrekar mikilvægi þess að ítarlegar upplýsingar varðandi stöðu málsins liggi sífellt fyrir. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Beiðni um breytingu á framkvæmd skipulagsdaga

Málsnúmer 201412030

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Tjarnarskógar, kynnti erindið sem varðar framkvæmd skipulagsdaga í Tjarnarskógi. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þá breytingu sem farið er fram á enda er hún innan samþykkts fjárhagsramma stofnunarinnar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Leikskólasamningur

Málsnúmer 201412021

Leikskólasamningurinn hefur verið uppfærður í ljósi breyttra aðstæðna. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti leikskólasamninginn. Samþykkti samhljóða með handauppréttingu.

7.Leikskólavist - smitsjúkdómar

Málsnúmer 201412029

Leikskólarnir munu nota þau atriði sem í þessu yfirliti koma fram sem viðmið í leikskólastarfinu. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla

Málsnúmer 201412023

Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur til að sýna áfram sveigjanleika eins og unnt er til að mæta aðstæðum þeirra starfsmanna leikskólannna sem óska eftir að auka menntunarstig sitt. Að öðru leyti lagt fram til kynningar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Beiðni um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2014

Málsnúmer 201412012

Fræðslunefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 25.000 til Eldvarnaátaksins 2014. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fræðslusvið - fjárhagsstaða desember 2014

Málsnúmer 201412022

Farið yfir fjárhagsstöðu fræðslumála.

11.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:03.