Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

255. fundur 21. nóvember 2017 kl. 17:00 - 19:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Ágústa Björnsdóttir formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla, Berglind Halldórsdóttir mætti á fundinn undir lið 1. Einnig mætti Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum undir þeim lið. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Birna Sigbjörnsdóttir og Freyr Ævarsson mættu á fundinn undir liðum 2 og 3 og Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Tjarnarskógar mætti einnig undir lið 2. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Þórunn Guðgeirsdóttir, Helena Rós Einarsdóttir og Bára Stefánsdóttir mættu á fundinn liðum 4-5. Sverrir Gestsson mætti undir liðum 5-6 og Ruth Magnúsdóttir mætti einnig undir lið 6.

1.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - símenntunaráætlun

Málsnúmer 201711057

Sóley Þrastardóttir kynnti tillögu að símenntunaráætlun fyrir starfsfólk Tónlistarskólans á Egilsstöðum. Áætlunin verður tekin upp aftur í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fræðslusviðs vorið 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Starfsáætlun Tjarnarskógar 2017-2018

Málsnúmer 201711056

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólatjóri Tjarnarskógar, fylgdi eftir starfsáætlun leikskólans fyrir næsta skólaár.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti starfsáætlunina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Starfsáætlun Hádegishöfða 2017-2018

Málsnúmer 201711055

Guðmunda Vala Jónasdóttir, skólastjóri Hádegishöfða, fylgdi eftir starfsáætlun skólans fyrir næsta skólaár.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti starfsáætlunina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, fylgdi eftir fundargerð skólaráðs skólans frá 12. október 2017. Hann benti sérstaklega á haldið verður upp á 30 ára afmæli skólans 2. desember nk. í tengslum við hefðbundinn jólaföndurdag í skólanum. Fundargerðinni fylgir erindi vegna viðbyggingar við skólann og verður það erindi tekið fyrir síðar á fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Þróun kennsluhátta í grunnskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201711059

Á grundvelli kynnisferðar stjórnenda leik- og grunnskóla fyrir skömmu kynntu Ruth Magnúsdóttir og Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir ýmis tækifæri til þróunar kennsluhátta í grunnskólum með nýrri tækni, einkum spjaldtölvum. Auk þess var rædd þróun undanfarinna fjögurra til fimm ára og staða mála í grunnskólum á Fljótsdalshéraði.

Erindið verður tekið til frekari umfjöllunar síðar á fundi í nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Launaþróun á fræðslusviði 2017

Málsnúmer 201703021

Lagt fram til kynningar.

7.Starfsáætlun fræðslusviðs 2018

Málsnúmer 201711058

Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun fyrir árið 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Næsti fundur fræðslunefndar er ráðgerður 9. janúar nk. nema aðkallandi mál krefjist þess að fundað verði fyrr.

Annars lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:45.