Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla, Berglind Halldórsdóttir mætti á fundinn undir lið 1. Einnig mætti Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum undir þeim lið. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Birna Sigbjörnsdóttir og Freyr Ævarsson mættu á fundinn undir liðum 2 og 3 og Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Tjarnarskógar mætti einnig undir lið 2. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Þórunn Guðgeirsdóttir, Helena Rós Einarsdóttir og Bára Stefánsdóttir mættu á fundinn liðum 4-5. Sverrir Gestsson mætti undir liðum 5-6 og Ruth Magnúsdóttir mætti einnig undir lið 6.
1.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - símenntunaráætlun
Sóley Þrastardóttir kynnti tillögu að símenntunaráætlun fyrir starfsfólk Tónlistarskólans á Egilsstöðum. Áætlunin verður tekin upp aftur í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fræðslusviðs vorið 2018.
Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, fylgdi eftir fundargerð skólaráðs skólans frá 12. október 2017. Hann benti sérstaklega á haldið verður upp á 30 ára afmæli skólans 2. desember nk. í tengslum við hefðbundinn jólaföndurdag í skólanum. Fundargerðinni fylgir erindi vegna viðbyggingar við skólann og verður það erindi tekið fyrir síðar á fundi nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
5.Þróun kennsluhátta í grunnskólum Fljótsdalshéraðs
Á grundvelli kynnisferðar stjórnenda leik- og grunnskóla fyrir skömmu kynntu Ruth Magnúsdóttir og Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir ýmis tækifæri til þróunar kennsluhátta í grunnskólum með nýrri tækni, einkum spjaldtölvum. Auk þess var rædd þróun undanfarinna fjögurra til fimm ára og staða mála í grunnskólum á Fljótsdalshéraði.
Erindið verður tekið til frekari umfjöllunar síðar á fundi í nefndinni.