Hjaltastaður, Úthérað; náttúran, sagan og menningin, ferðaþjónustan

Málsnúmer 201705181

Atvinnu- og menningarnefnd - 54. fundur - 29.05.2017

Fyrir liggja hugmyndir um málþing frá undirbúningshópi sem sveitarfélagið skipaði til að vinna að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað og um mögulega starfsemi í félagsheimilinu Hjaltalundi. Hópnum var falið að kanna grundvöll ýmissa hugmynda og móta tillögur.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að málþing undirbúningshópsins verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.