Íþrótta- og tómstundanefnd

34. fundur 13. september 2017 kl. 17:00 - 18:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2018

Málsnúmer 201704016

Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2018 til umræðu.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Tímar í íþróttahúsi

Málsnúmer 201708072

Fyrir liggur tölvupóstur frá Halldóri Örvari Einarssyni varðandi tíma í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni sínum að skoða málið, og jafnframt tímaúthlutun deilda í íþróttahúsum sveitarfélagsins, í samstarfi við Hött. Starfsmanni síðan falið að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.