Unglingalandsmót UMFÍ 2017

Málsnúmer 201403005

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 54. fundur - 08.04.2014

Fyrir liggur bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 28. febrúar 2014, þar sem vakin er athygli á því að auglýst hafi verið eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ árið 2017.

Jafnframt liggur fyrir bréf frá Ungmenna og íþróttafélagi Austurlands um samstarf og stuðning við UÍA um umsókn um mótið sem haldið verði á Fljótsdalshéraði. Einnig fyljga með tillögur og fleiri gögn frá 64. sambandsþingi UÍA.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að Fljótsdalshérað verði í samstarfi við UÍA um umsókn vegna Unglingalandsmóts árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 195. fundur - 16.04.2014

Fyrir liggur bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 28. febrúar 2014, þar sem vakin er athygli á því að auglýst hafi verið eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ árið 2017.

Jafnframt liggur fyrir bréf frá Ungmenna- og íþróttafélagi Austurlands um samstarf og stuðning við UÍA um umsókn um mótið sem haldið verði á Fljótsdalshéraði. Einnig fylgja með tillögur og fleiri gögn frá 64. sambandsþingi UÍA.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd samþykkir að Fljótsdalshérað verði í samstarfi við UÍA um umsókn vegna Unglingalandsmóts árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 6. fundur - 12.11.2014

Fyrir liggur bréf frá UMFÍ þar sem staðfest er að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Egilsstöðum 2017.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að skipuð verði undirbúningsnefnd um Unglingalandsmót UMFÍ 2017, í samráði við UÍA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Fyrir liggur bréf frá UMFÍ þar sem staðfest er að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Egilsstöðum 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að skipuð verði sem fyrst undirbúningsnefnd um Unglingalandsmót UMFÍ 2017, í samráði við UÍA.
Bæjarstjórn felur jafnframt íþrótta- og tómstundanefnd að tilnefna fulltrúa Fljótsdalshéraðs í undirbúningsnefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 33. fundur - 16.08.2017

Unglingalandsmót UMFÍ 2017 var haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina og tókst vel til.

Íþrótta- og tómstundanefnd óskar öllum hlutaðeigandi til hamingju með glæsilegt og vel heppnað mót og fagnar því að mögulegt sé að halda stórmót eins og Unglingalandsmót UMFÍ í sveitarfélaginu. Jafnframt beinir nefndin því til Mennta- og menningarmálaráðuneytis að fjárframlög til sveitarfélaga séu a.m.k. í samræmi við kostnað við mótahald.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 410. fundur - 11.12.2017

Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 27. nóvember, vegna erindis sveitarfélagsins frá 12. september sl. um framlög ríkisins vegna unglingalandsmóta.

Lagt fram til kynningar.