Íþrótta- og tómstundanefnd

6. fundur 12. nóvember 2014 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Áhaldageymsla við íþróttahúsið Egilsstöðum

Málsnúmer 201401162

Fyrir liggja teikningar af áhaldageymslu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að áhaldageymsla við íþróttahúsið á Egilsstöðum verði byggð norðan megin við íþróttahúsið, samkvæmt tillögu Arkitektastofunnar frá 29. 10. 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Beiðni um afnotasamning vegna Stekkhólma

Málsnúmer 201410133

Fyrir liggur erindi frá Hestamannafélaginu Freyfaxa, undirritað af Bjarka Þorvaldi Sigurbjarnasyni, þar sem óskað er eftir langtíma afnotasamningi af Stekkhólma á Völlum.

Málinu vísað frá bæjarráði til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.

Íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd sátu fundinn saman við umfjöllun um málið.

Íþrótta- og tómstundanefnd setur sig ekki upp á móti því, að gerður verði afnotasamningur við Hestammannafélagið Freyfaxa. Nefndin leggur til að inn í samning verði sett ákvæði um aðkomu Freyfaxa að uppákomum sveitarfélagsins, sé þess óskað.

Samykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

Málsnúmer 201410072

Lögð fram auglýsing frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum, sem haldið verður í Reykjanesbæ 14. nóvember.
Málinu vísað frá bæjarráði til upplýsingar.

Lagt fram til kynningar.

4.Unglingalandsmót UMFÍ 2017

Málsnúmer 201403005

Fyrir liggur bréf frá UMFÍ þar sem staðfest er að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Egilsstöðum 2017.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að skipuð verði undirbúningsnefnd um Unglingalandsmót UMFÍ 2017, í samráði við UÍA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201410119

Á fundinn undir þessum lið mættu Aron Steinn Halldórsson og Atli Berg Kárason, fulltrúar ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs.

Farið var yfir bókun ungmennaráðs, frá 15. arpíl 2014, þar sem fram kemur m.a. að ungmennaráðið "telur að jafna þurfi þá stöðu sem "kvenna og karla íþróttir" eru í. Jafnframt kom þar fram að ungmennaráðinu "finnst að karla sportið njóti meiri athygli óháð árangri."

Einnig voru ræddar ýmsar hugmyndir um íþrótta- og tómstundamál, svo og áfengis-, tóbaks- og fíkniefnaneysla ungs fólks og leiðir til að vinna gegn henni.

Fulltrúum ungmennaráðs þökkuð koman.

6.Samningar sem heyra undir íþrótta- og tómstundanefnd og varða íþrótta- og tómstundastarf

Málsnúmer 201409104

Fyrir liggja drög að samningum við Skátafélagið Héraðsbúa, Flugklúbb Egilsstaða og Golfklúbb Fljótsdalshéraðs.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að gerðir verðir samningar við Skátafélagið Héraðsbúa, Flugklúbb Egilsstaða og Golfklúbb Fljótsdalshéraðs, samkvæmt fyrirliggjandi drögum, til eins árs.
Nefndin stefnir að því á næsta ári að yfirfara og samræma samninga sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201411043

Rædd verkefni fyrir starfsáæltun íþrótta og tómstundanefndar. Stefnt verður að því að ljúka gerð hennar á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.