Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201410119

Íþrótta- og tómstundanefnd - 6. fundur - 12.11.2014

Á fundinn undir þessum lið mættu Aron Steinn Halldórsson og Atli Berg Kárason, fulltrúar ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs.

Farið var yfir bókun ungmennaráðs, frá 15. arpíl 2014, þar sem fram kemur m.a. að ungmennaráðið "telur að jafna þurfi þá stöðu sem "kvenna og karla íþróttir" eru í. Jafnframt kom þar fram að ungmennaráðinu "finnst að karla sportið njóti meiri athygli óháð árangri."

Einnig voru ræddar ýmsar hugmyndir um íþrótta- og tómstundamál, svo og áfengis-, tóbaks- og fíkniefnaneysla ungs fólks og leiðir til að vinna gegn henni.

Fulltrúum ungmennaráðs þökkuð koman.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar var farið yfir bókun ungmennaráðs, frá 15. apríl 2014, þar sem fram kemur m.a. að ungmennaráðið "telur að jafna þurfi þá stöðu sem "kvenna og karla íþróttir" eru í. Jafnframt kom þar fram að ungmennaráðinu "finnst að karla sportið njóti meiri athygli óháð árangri".
Einnig voru ræddar ýmsar hugmyndir um íþrótta- og tómstundamál, svo og áfengis-, tóbaks- og fíkniefnaneysla ungs fólks og leiðir til að vinna gegn henni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar því að ungmennaráð tekur þessi málefni til umfjöllunar og hvetur fulltrúa ráðsins og ungt fólk almennt til að beita sér í þessum málum, sjálfum sér og samfélaginu til hagsbóta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.