Íþrótta- og tómstundanefnd

59. fundur 23. janúar 2020 kl. 07:00 - 08:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201608074

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi breytingar á reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Greinargerðir um starfsemi félaga 2019

Málsnúmer 201910102

Lagðar fram til kynningar greinargerðir þeirra félaga sem sveitarfélagið starfar með.

3.Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir ungt fólk

Málsnúmer 201702144

Fyrir liggur bókun ungmennaráðs varðandi gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir ungt fólk, en ráðið leggur til að frítt sé í Héraðsþrek fyrir ungmenni upp að 18 ára aldri.

Íþrótta- og tómstundanefnd telur ekki tímabært að breyta gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar frekar, enda gjaldskrá 2020 nýsamþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2020

Málsnúmer 201910176

Fyrir liggur til umræðu og yfirferðar starfsáætlun nefndarinnar fyrir 2020.

Fundi slitið - kl. 08:00.