Íþrótta- og tómstundanefnd

50. fundur 28. febrúar 2019 kl. 07:00 - 08:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201608074

Í vinnslu.

2.Heimsókn íþrótta- og tómstundanefndar í reiðhöllina Iðavöllum

Málsnúmer 201902114

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar kærlega fyrir góðar móttökur í reiðhöllinni á Iðavöllum.

3.Reiðhöllin Iðavöllum

Málsnúmer 201901155

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir nýjar notkunarreglur, gjaldskrá og samning við hestamannafélagið Freyfaxa varðandi reiðhöllina Iðavöllum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Úthlutunarreglur styrkja íþrótta- og tómstundanefndar

Málsnúmer 201901118

Fyrir liggja nýjar úthlutunarreglur styrkja íþrótta- og tómstundanefndar.

Leggur nefndin til að úthlutun marsmánaðar, samkvæmt nýjum reglum, fari fram í apríl með umsóknarfrest til og með 15. apríl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 08:00.