Skilti við íþróttamannvirki

Málsnúmer 201901125

Íþrótta- og tómstundanefnd - 49. fundur - 24.01.2019

Fyrir liggur að endurnýja og endurbæta skilti sem snúa að notkun tóbaks, rafretta og annarra vímugjafa við íþróttavelli og -mannvirki á Fljótsdalshéraði.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram í samráði við forstöðufólk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 51. fundur - 28.03.2019

Fyrir liggja hugmyndir að skiltum til að koma upp við íþróttamannvirki á Fljótsdalshéraði.

Málið er áfram í vinnslu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 52. fundur - 02.05.2019

Fyrir liggja hugmyndir að skiltum til að koma upp við íþróttamannvirki á Fljótsdalshéraði.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að klára að vinna og koma upp skiltum við íþróttamannvirki og á íþróttasvæðum í sveitarfélaginu í samvinnu við forstöðufólk og áhaldahús. Um er að ræða Vilhjálmsvöll og vallarhús, Fellavöll og vallarhús, íþróttahúsið í Fellabæ, Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum, sparkvelli í eigu Fljótsdalshéraðs og útikörfuboltavöll.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.