Íþrótta- og tómstundanefnd

51. fundur 28. mars 2019 kl. 07:00 - 08:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Skilti við íþróttamannvirki

Málsnúmer 201901125

Fyrir liggja hugmyndir að skiltum til að koma upp við íþróttamannvirki á Fljótsdalshéraði.

Málið er áfram í vinnslu.

2.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal - 11.3.2019

Málsnúmer 201903067

Lögð fram til kynningar fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 11. mars 2019.

Íþrótta- og tómstundanefnd áréttar að starfsfólk sveitarfélaganna fundi sem fyrst um rekstur og framtíð skíðasvæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Árskort í sund / rækt - fyrirspurn

Málsnúmer 201903063

Fyrir liggur fyrirspurn frá Gauta Brynjólfssyni og áskorun um að endurskoða ákvörðun um að leggja af hjónakort í gjaldskrá ÍÞE og horfa til eldra fyrirkomulags.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Gauta fyrir erindið og vísar því til vinnu við þróun starfsemi og aðstöðu Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum, skv. starfsáætlun nefndarinnar, en gjaldskrár eru endurskoðaðar árlega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 08:00.