Íþrótta- og tómstundanefnd

49. fundur 24. janúar 2019 kl. 07:00 - 08:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Reglur um tómstundastyrk - hækkun aldurs

Málsnúmer 201812121Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk um hækkun aldurstakmarks tómstundastyrks frá Önnu Dís Jónsdóttur. Einnig bent á að sama aldurstakmark, 18 ár, ætti að gilda varðandi þau börn sem fá frítt í sund.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir erindið og mun taka það inn í vinnu við þróun tómstundaframlags skv. starfsáætlun nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Frjálsíþróttavöllur og þorrablót - Jólakötturinn 15.10.2018

Málsnúmer 201901094Vakta málsnúmer

Fyrir liggur mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2019 þar sem bent er á að halda eigi í frjálsíþróttaaðstöðu á Vilhjálmsvelli. Þá er spurt hvort starfsfólk áhaldahúss og/eða íþróttamiðstöðvar getur komið meira að uppstillingu og undirbúningi þorrablóts.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrri ábendinguna og vísar til bókunar fundarins varðandi framtíðarskipulag íþróttamannvirkja sveitarfélagsins.

Hvað varðar aðstoð starfsfólks Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum við undirbúning þorrablóts bendir íþrótta- og tómstundanefnd á að starfsfólk Íþróttamiðstöðvar hefur aðstoðað eftir fremsta megni hingað til og ekki ástæða til að ætla að breyting verði á því. Ábendingunni, er varðar starfsfólk áhaldahúss, er að öðru leyti vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ærslabelgir - Jólakötturinn 15.12.2018

Málsnúmer 201901093Vakta málsnúmer

Fyrir liggur mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2019 þar sem lagt er til að sveitarfélagið sæki um styrk til Alcoa fyrir ærslabelg.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar erindið og vísar því til vinnu við skipulag Tjarnargarðs og Selskógar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Úthlutunarreglur styrkja íþrótta- og tómstundanefndar

Málsnúmer 201901118Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að fara yfir og endurskoða úthlutunarreglur styrkja íþrótta- og tómstundanefndar.

Málið er í vinnslu.

5.Framtíðarskipulag íþróttamannvirkja sveitarfélagsins

Málsnúmer 201901117Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinna við framtíðarskipulag uppbyggingar íþróttamannvirkja sveitarfélagsins, skv. starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar.

Íþrótta- og tómstundanefnd stefnir að opnum íbúafundi á fyrri hluta árs og í framhaldi af því verði skipaður starfshópur um málefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsjón og umhirða íþróttavalla

Málsnúmer 201811084Vakta málsnúmer

Starfsmaður kynnir fyrir íþrótta- og tómstundanefnd ráðningu Guðjóns Hilmarssonar sem vallastjóra sveitarfélagsins.

7.Skilti við íþróttamannvirki

Málsnúmer 201901125Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að endurnýja og endurbæta skilti sem snúa að notkun tóbaks, rafretta og annarra vímugjafa við íþróttavelli og -mannvirki á Fljótsdalshéraði.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram í samráði við forstöðufólk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 08:00.