Frjálsíþróttavöllur og þorrablót - Jólakötturinn 15.10.2018

Málsnúmer 201901094

Íþrótta- og tómstundanefnd - 49. fundur - 24.01.2019

Fyrir liggur mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2019 þar sem bent er á að halda eigi í frjálsíþróttaaðstöðu á Vilhjálmsvelli. Þá er spurt hvort starfsfólk áhaldahúss og/eða íþróttamiðstöðvar getur komið meira að uppstillingu og undirbúningi þorrablóts.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrri ábendinguna og vísar til bókunar fundarins varðandi framtíðarskipulag íþróttamannvirkja sveitarfélagsins.

Hvað varðar aðstoð starfsfólks Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum við undirbúning þorrablóts bendir íþrótta- og tómstundanefnd á að starfsfólk Íþróttamiðstöðvar hefur aðstoðað eftir fremsta megni hingað til og ekki ástæða til að ætla að breyting verði á því. Ábendingunni, er varðar starfsfólk áhaldahúss, er að öðru leyti vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.