Til máls tóku um þennan lið: Stefán Bogi Sveinsson sem reifaði málið og lagði fram tillögu, Árni Kristinsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Gunnar Jónsson, Karl Lauritzson, Eyrún Arnardóttir og Sigrún Harðardóttir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs telur mikla möguleika geta falist í frekari sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi. Horfir bæjarstjórn þar einkum og sér í lagi til mögulegrar sameiningar Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar, en að tryggðum öruggum vetrarsamgöngum milli sveitarfélaganna má telja líklegt að allar forsendur séu til slíkrar sameiningar. Með sameiningu Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs yrði til öflugt sveitarfélag með yfir 4.000 íbúa, alþjóðaflugvöll, glæsilega ferju-, flutninga- og fiskiskipahöfn, sjúkrahús og öfluga þjónustu við eldri borgara, metnaðarfullar stofnanir á sviði menningar og lista, afbragðs aðstöðu fyrir íþróttir og tómstundir, fyrirmyndar menntastofnanir á leik-, grunn og framhaldsskólastigi og auk spennandi valkosta í símenntun og lýðháskólaformi og afar spennandi starfsemi á sviði ferðamála. Í samræmi við þetta lýsir bæjarstjórn sig reiðubúna til viðræðna við nágrannasveitarfélög og fulltrúa ríkisvaldsins um mögulegar sameiningarkosti á Austurlandi.
Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt í kosningu um sameiningu sveitarfélaga og hvetur bæjarstjórn til að tryggja gott aðgengi allra að kjörstað og minna á atkvæðagreiðslu utankjörfundar á Bókasafni Héraðsbúa, í ljósi þess að kosning ber upp á sama tíma og haustfrí grunnskóla á Fljótsdalshéraði.
Þá hvetur nefndin ungt fólk í sveitarfélaginu til að kynna sér málið, mynda sér skoðun og mæta á kjörstað.
Fyrir liggja upplýsingar um sameiningarmál sveitarfélaga á Austurlandi.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs hvetur ungt fólk á Fljótsdalshéraði til þess að kynna sér málið, mæta á kynningarfund um sameiningu þann 7. október næstkomandi og hvetur kjörgengt ungt fólk til að mæta á kjörstað og nýta atkvæðisrétt sinn. Málið varðar framtíð ungs fólks á svæðinu og mikilvægt að rödd þess heyrist.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs telur mikla möguleika geta falist í frekari sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi. Horfir bæjarstjórn þar einkum og sér í lagi til mögulegrar sameiningar Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar, en að tryggðum öruggum vetrarsamgöngum milli sveitarfélaganna má telja líklegt að allar forsendur séu til slíkrar sameiningar.
Með sameiningu Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs yrði til öflugt sveitarfélag með yfir 4.000 íbúa, alþjóðaflugvöll, glæsilega ferju-, flutninga- og fiskiskipahöfn, sjúkrahús og öfluga þjónustu við eldri borgara, metnaðarfullar stofnanir á sviði menningar og lista, afbragðs aðstöðu fyrir íþróttir og tómstundir, fyrirmyndar menntastofnanir á leik-, grunn og framhaldsskólastigi og auk spennandi valkosta í símenntun og lýðháskólaformi og afar spennandi starfsemi á sviði ferðamála.
Í samræmi við þetta lýsir bæjarstjórn sig reiðubúna til viðræðna við nágrannasveitarfélög og fulltrúa ríkisvaldsins um mögulegar sameiningarkosti á Austurlandi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.