Íþrótta- og tómstundanefnd

65. fundur 10. september 2020 kl. 07:00 - 08:00 í Samfélagssmiðjunni
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Varanleg braut fyrir mótocross

Málsnúmer 202008092

Erindi frá Akstursíþróttafélaginu Start þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.

Erindið hefur verið lagt fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd en íþrótta- og tómstundanefnd styður tillögurnar og vonast til að þær verði að veruleika sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Viðurkenningar fyrir íþróttafólk Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201905099

Fyrir liggja umræður um viðurkenningu íþróttafólks Fljótsdalshéraðs.

Leggur íþrótta- og tómstundanefnd til að í stað íþróttafólks Fljótsdalshéraðs verði viðurkenningin útfærð með nýtt sveitarfélag í huga og allt svæðið því undir þegar tilnefna og verðlauna skal íþróttafólk fyrir árið 2020.

Leggur nefndin til að starfsmaður útfæri reglurnar þannig að hægt sé að leggja þær fyrir fyrsta fund nýrrar nefndar í haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Selskógur deiliskipulag

Málsnúmer 201606027

Lagt fram til kynningar deiliskipulag Selskógar frá 25. ágúst 2020.

Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með frábærar tillögur að deiliskipulagi Selskógar og vonar að þær komi til framkvæmdar sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2021

Málsnúmer 202004145

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2021.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur jafnframt til bætt verði við fjárhagsramma nefndarinnar fjármagni fyrir Sumarfrístund 2021 og Skapandi sumarstörfum 2021.

Þá leggur nefndin til að fjárhagsrammi hennar verði víkkaður þannig að hægt verði að útfæra tómstundaframlag, eða jöfnunarframlag af einhverju tagi, til að tryggja jöfn tækifæri allra barna og ungmenna í nýju sveitarfélagi til þess að stunda íþróttir og aðrar skipulagðar tómstundir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 08:00.