Fyrir liggur tillaga forstöðumanns íþróttamannvirkja um hækkun á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum. Málið var til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar á síðasta ári en þá frestað til afgreiðslu þar til um mitt þetta ár.
Menningar og íþróttanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskráhækkun sem taki gildi frá og með 1. júní 2013. Eins og áður er frítt í sund fyrir börn á grunnskólaaldri á Fljótsdalshéraði svo og fyrir 67 ára og eldri og öryrkja.
Fyrir fundi Menningar- og íþróttanefndar lá tillaga forstöðumanns íþróttamannvirkja um hækkun á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum. Málið var til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar á síðasta ári, en afgreiðslu var þá frestað þar til um mitt þetta ár.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu menningar og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögur að gjaldskráhækkun sem taki gildi frá og með 1. júní 2013. Eins og áður er frítt í sund fyrir börn á grunnskólaaldri á Fljótsdalshéraði svo og fyrir 67 ára og eldri og öryrkja.
Undir þessum lið sat Karen Erla Erlingsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum, og fór yfir ýmsar upplýsingar varðandi rekstur miðstöðvarinnar.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Kareni kærlega fyrir komuna og þær upplýsingar sem hún veitti.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingar á gjaldskrá sem snúa eingöngu að því að frá og með 1. janúar 2020 sé frítt í Héraðsþrek og sund fyrir eldri borgara og frítt í sund fyrir börn upp að 18 ára aldri. Gildir það fyrir íbúa á Fljótsdalshéraði.
Menningar og íþróttanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskráhækkun sem taki gildi frá og með 1. júní 2013. Eins og áður er frítt í sund fyrir börn á grunnskólaaldri á Fljótsdalshéraði svo og fyrir 67 ára og eldri og öryrkja.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.