Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs

48. fundur 28. maí 2013 kl. 16:30 - 17:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Páll Sigvaldason formaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Guðríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ireneusz Kolodziejczyk varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
  • Anna Alexandersdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltúi

1.Beiðni um sýningaraðstöðu í Lómatjarnargarði og styrk til leiksýningar

Málsnúmer 201305021

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 2. maí 2013, undirritaður af Sigsteini Sigurbergssyni f.h. Leikhópsins Lottu þar sem óskað er eftir styrk til sýningarinnar og til að fá að sýna í Lómatjarnargarðinum 21. júlí.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir að Leikhópnum Lottu verði heimilað að sýna í Lómatjarnargarðinum 21. júlí en telur sér ekki fært að styrkja verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skógardagurinn mikli 2013, styrkbeiðni

Málsnúmer 201305017

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 1. maí 2013, undirritaður af Birni Ármani Ólafssyni, þar sem óskað er eftir styrk vegna Skógardagsins mikla.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að Skógardagurinn mikli verði styrktur um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Egilsstöðum

Málsnúmer 201305168

Fyrir liggur tillaga forstöðumanns íþróttamannvirkja um hækkun á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum. Málið var til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar á síðasta ári en þá frestað til afgreiðslu þar til um mitt þetta ár.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskráhækkun sem taki gildi frá og með 1. júní 2013. Eins og áður er frítt í sund fyrir börn á grunnskólaaldri á Fljótsdalshéraði svo og fyrir 67 ára og eldri og öryrkja.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um styrk vegna bogfimiæfinga

Málsnúmer 201305167

Fyrir liggur bréf dagsett 16. maí 2013, undirritað af Bjarna Þór Haraldssyni f.h. Skotfélags Austurlands, vegna beiðni um styrk til bogfimiæfinga félagsmanna í íþróttahúsinu í Fellabæ.

Menningar- og íþróttanefnd óskar eftir frekari upplýsingum um iðkendafjölda og aldursdreifingu þeirra áður en endanleg afgreiðsla fer fram. Málið tekið fyrir þegar upplýsingar hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.





































































5.Umsókn um styrk til að bæta sandi í strandblaksvelli

Málsnúmer 201305166

Fyrir liggur bréf dagsett 21. maí 2013, undirritað af Kristbjörgu Jónasdóttur f.j. Strandblaksnefndar Hattar með beiðni um styrk til að bæta við sandi í strandblaksvellina í Bjarnadal.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir að styrkja verkefnið með því að kosta tvö hlöss af sandi. Kostnaður færist af lið 06.89. Starfsmanni falið að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um styrk vegna starfsemi stúlknakórsins Liljurnar

Málsnúmer 201305165

Fyrir liggur bréf dagsett 1. maí 2013, undirritað af Margréti Láru Þórarinsdóttur með beiðni um styrk til starfsemi stúlknakórsins Liljurnar.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til haustsins og felur jafnframt starfsmanni að afla frekari upplýsinga um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:30.