Umsókn um styrk til að bæta sandi í strandblaksvelli

Málsnúmer 201305166

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 48. fundur - 28.05.2013

Fyrir liggur bréf dagsett 21. maí 2013, undirritað af Kristbjörgu Jónasdóttur f.j. Strandblaksnefndar Hattar með beiðni um styrk til að bæta við sandi í strandblaksvellina í Bjarnadal.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir að styrkja verkefnið með því að kosta tvö hlöss af sandi. Kostnaður færist af lið 06.89. Starfsmanni falið að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 179. fundur - 05.06.2013

Fyrir liggur bréf dagsett 21. maí 2013, undirritað af Kristbjörgu Jónasdóttur f.j. Strandblaksnefndar Hattar með beiðni um styrk til að bæta við sandi í strandblaksvellina í Bjarnadal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja verkefnið með því að kosta tvö hlöss af sandi. Kostnaður færist af lið 06.89. Starfsmanni menningar- og íþróttanefndar falið að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.