Beiðni um sýningaraðstöðu í Lómatjarnargarði og styrk til leiksýningar

Málsnúmer 201305021

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 48. fundur - 28.05.2013

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 2. maí 2013, undirritaður af Sigsteini Sigurbergssyni f.h. Leikhópsins Lottu þar sem óskað er eftir styrk til sýningarinnar og til að fá að sýna í Lómatjarnargarðinum 21. júlí.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir að Leikhópnum Lottu verði heimilað að sýna í Lómatjarnargarðinum 21. júlí en telur sér ekki fært að styrkja verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 179. fundur - 05.06.2013

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 2. maí 2013, undirritaður af Sigsteini Sigurbergssyni f.h. Leikhópsins Lottu þar sem óskað er eftir styrk til sýningarinnar og til að fá að sýna í Lómatjarnargarðinum 21. júlí.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að Leikhópnum Lottu verði heimilað að sýna í Lómatjarnargarðinum 21. júlí en telur sér ekki fært að styrkja verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.