Sala eldri bifreiðar í ferðaþjónustu fatlaðra.

Málsnúmer 201712032

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 160. fundur - 12.12.2017

Við tilkomu nýrrar bifreiðar við ferðaþjónustu fatlaðra á vegum Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs stendur eldri bifreið ónotuð. Nokkrir aðilar hafa sett í sig í samband við bæjaryfirvöld og óskað eftir kaupum á bílnum. Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að bifreiðin verði seld og söluandvirði hennar notað til að innleiða nýtt vinnulag í barnavernd. Félagsmálastjóra er falið að annast sölu bifreiðarinnar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 414. fundur - 05.02.2018

Farið yfir sölumöguleika á Ford Transit bíl félagsþjónustunnar og erindi sem borist hafa út af framhaldsnýtingu hans.
Málið verður afgreitt á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 415. fundur - 12.02.2018

Bæjarráð samþykkir að leita samninga við Rafey ehf um að selja þeim Ford Transit bíl ferðaþjónustunnar, sem eftir lagfæringar hyggjast afhenda hann knattspyrnudeild Hattar til eignar fyrir yngri flokka félagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 417. fundur - 26.02.2018

Bæjarráð samþykkir að selja Rafey ehf Ford Transit ferðaþjónustubíl fatlaðra, á kr. 900.000. Bílinn hygsst Rafey svo gera upp og afhenda síðan Knattspyrnudeild Hattar til eignar.