Félagsmálanefnd

160. fundur 12. desember 2017 kl. 12:30 - 14:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Svava situr fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Umsókn um styrk vegna rekstrar Aflsins

Málsnúmer 201712022

Móttekin er beiðni Aflins um fjárstuðning dagsett 20. október 2017. Félagsmálanefnd telur sér ekki fært að verða við beiðni samstakanna um fjárstuðning að þessu sinni, þar sem nefndin hefur um langt skeið verið í samstarfi við samtökin Stígamót um þjónustu við brotaþola ofbeldis á svæðinu.

2.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031

Félagsmálstjóri greinir frá því helsta sem hefur verið til vinnslu á vegum nefndarinnar á liðnum mánuði.

3.Sala eldri bifreiðar í ferðaþjónustu fatlaðra.

Málsnúmer 201712032

Við tilkomu nýrrar bifreiðar við ferðaþjónustu fatlaðra á vegum Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs stendur eldri bifreið ónotuð. Nokkrir aðilar hafa sett í sig í samband við bæjaryfirvöld og óskað eftir kaupum á bílnum. Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að bifreiðin verði seld og söluandvirði hennar notað til að innleiða nýtt vinnulag í barnavernd. Félagsmálastjóra er falið að annast sölu bifreiðarinnar.

4.Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2018

Málsnúmer 201710091

Móttekið er svarbréf Samtakanna Stígamóta við óskum nefndarinnar um að þjónusta samtakanna við brotaþola ofbeldis verði veitt á fleiri þéttbýlisstöðum er heyra undir félagsmálanefnd. Nefndin sýnir skilning á að það sé erfiðleikum bundið fyrir ráðgjafa Stígamóta að ferðast innan svæðisins og veita þjónustu víðar, með tilliti til tima og kostnaðar en fagnar því að samtökin hyggist fara í kynningarherferð á þjónustu sinni á svæðinu með sérstaka áherslu á karlkyns þolendur ofbeldis.

Fundi slitið - kl. 14:30.