Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2018 er tekin fyrir. Nefndin mundi vilja sjá að þjónusta samtakanna væri í boði í aðildarsveitarfélögunum að einhverju leyti, ásamt því að Stígamótakonur kæmu með kynningar á starfsemi sinni og þjónustu í byggðarkjörnum svæðisins. Nefndin felur félagsmálastjóra að ræða málið við Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu samtakanna. Samþykkt er að veita Stígamótum styrk að upphæð 700.000,- kr. á árinu 2018.
Móttekið er svarbréf Samtakanna Stígamóta við óskum nefndarinnar um að þjónusta samtakanna við brotaþola ofbeldis verði veitt á fleiri þéttbýlisstöðum er heyra undir félagsmálanefnd. Nefndin sýnir skilning á að það sé erfiðleikum bundið fyrir ráðgjafa Stígamóta að ferðast innan svæðisins og veita þjónustu víðar, með tilliti til tima og kostnaðar en fagnar því að samtökin hyggist fara í kynningarherferð á þjónustu sinni á svæðinu með sérstaka áherslu á karlkyns þolendur ofbeldis.