Drög að starfsáætlun Hlymsdala lögð fram til umfjöllunar. Kom fram í umræðum nefndarinnar að í starfsáætluninni yrði fjallað um samráð við Félag eldri borgara varðandi félagsstarf eldri borgara í Hlymsdölum og þróun starfseminnar í húsinu. Áætlun annars samþykkt.
Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2018 er tekin fyrir. Nefndin mundi vilja sjá að þjónusta samtakanna væri í boði í aðildarsveitarfélögunum að einhverju leyti, ásamt því að Stígamótakonur kæmu með kynningar á starfsemi sinni og þjónustu í byggðarkjörnum svæðisins. Nefndin felur félagsmálastjóra að ræða málið við Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu samtakanna. Samþykkt er að veita Stígamótum styrk að upphæð 700.000,- kr. á árinu 2018.
6.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2017
Félagsmálastjóri reifar hugmyndir um samstarf lögreglu og félagsþjónustu Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs um forvarnarverkefnið "Höldum glugganum opnum." Nefndin lýsir ánægju sinni með að verkefninu verði komið á fót og að kostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar næsta árs.