Félagsmálanefnd

159. fundur 14. nóvember 2017 kl. 12:30 - 14:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Ása og Svava voru með í gegnum símafund.

1.Starfsáætlun Félagsþjónustu 2018

Málsnúmer 201710056Vakta málsnúmer

Drög að starfsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs lögð fram til umfjöllunar og samþykkt.

2.Starfsáætlun Hlymsdala 2018

Málsnúmer 201711036Vakta málsnúmer

Drög að starfsáætlun Hlymsdala lögð fram til umfjöllunar. Kom fram í umræðum nefndarinnar að í starfsáætluninni yrði fjallað um samráð við Félag eldri borgara varðandi félagsstarf eldri borgara í Hlymsdölum og þróun starfseminnar í húsinu. Áætlun annars samþykkt.

3.Starfsáætlun Ásheima 2018

Málsnúmer 201711035Vakta málsnúmer

Drög að starfsáætlun Ásheima lögð fram til kynningar og samþykkt.

4.Starfsáætlun Stólpa 2018

Málsnúmer 201711034Vakta málsnúmer

Drög að starfsáætlun Stólpa lögð fram til umfjöllunar og samþykkt.

5.Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2018

Málsnúmer 201710091Vakta málsnúmer

Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2018 er tekin fyrir. Nefndin mundi vilja sjá að þjónusta samtakanna væri í boði í aðildarsveitarfélögunum að einhverju leyti, ásamt því að Stígamótakonur kæmu með kynningar á starfsemi sinni og þjónustu í byggðarkjörnum svæðisins. Nefndin felur félagsmálastjóra að ræða málið við Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu samtakanna. Samþykkt er að veita Stígamótum styrk að upphæð 700.000,- kr. á árinu 2018.

6.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2017

Málsnúmer 201711014Vakta málsnúmer

Ályktanir frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi eru lagðar fram til kynningar.

7.Átaksverkefni gegn ofbeldi-Höldum glugganum opnum.

Málsnúmer 201711045Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri reifar hugmyndir um samstarf lögreglu og félagsþjónustu Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs um forvarnarverkefnið "Höldum glugganum opnum." Nefndin lýsir ánægju sinni með að verkefninu verði komið á fót og að kostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar næsta árs.

Fundi slitið - kl. 14:30.