Bæjarráð tekur undir áherslur Sambands Ísl. sveitarfélag og felur íþróta- og tómstundanefnd og starfsmönnum hennar að fara yfir gildandi samninga við íþrótta- og tómstundafélög, með tilliti til þeirra áherslna sem fram koma í bókun stjórnar Sambandsins.
Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs þann 12. febrúar sl. var tekið fyrir bréf Sambandsins dagsett 5. febrúar 2018, varðandi aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þar eru sveitarfélög hvött til að tengja fjárveitingar sínar til íþróttafélaga baráttunni geng þessum málum.
Á fundi bæjarráðs var bókað að ráðið tæki undir áherslur Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Jafnframt fól bæjarráð íþrótta- og tómstundanefnd og starfsmönnum hennar að fara yfir gildandi samninga við íþrótta- og tómstundafélög, með tilliti til þeirra áherslna sem fram koma í bókun stjórnar Sambandsins.
Íþrótta- og tómstundanefnd mun hafa tilmæli Sambandsins og bókun bæjarráðs til hliðsjónar við gerð samninga við íþrótta- og tómstundafélög fyrir árið 2019.