Samstarfssamningur um Unglingalandsmót 2017 á Egilsstöðum

Málsnúmer 201611052

Íþrótta- og tómstundanefnd - 25. fundur - 09.11.2016

Fyrir liggur til kynningar drög að samningi um Unglingalandsmót 2017 á Egilsstöðum, milli sveitarfélagsins, UMFÍ og UÍA svo og drög að umsókn og fleiri gögn til Menntamálaráðuneytisins vegna mótsins.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar samningsdrögunum og umsókninni og leggur til að málið verði afgreitt í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 362. fundur - 14.11.2016

Lögð fram drög að samningi við UMFÍ, vegna unglingalandsmóts sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 2017.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur bæjarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Lögð fram drög að samningi við UMFÍ, vegna unglingalandsmóts sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 2017.

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Afgreitt undir lið 3.9 í þessari fundargerð.