Íþrótta- og tómstundanefnd

28. fundur 22. febrúar 2017 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Lilja Sigurðardóttir varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Líkamsrækt á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201610081

Á fundinn undir þessum lið mættu fulltrúar CF Austur, þau Sonja Ólafsdóttir og Stefán Vignisson.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 25. janúar 2017.

Starfsmanni falið að útbúa frekari gögn um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Beiðni um styrk vegna alþjóðlegs skíðamóts

Málsnúmer 201702083

Fyrir liggur beiðni um styrk, dagsett 14. febrúar 2017, frá Emblu Rán Baldursdóttur, vegna þátttöku í alþjóðlegu skíðamóti í alpagreinum sem Skíðasamband Íslands hefur forgöngu um.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að styrkja Emblu Rán um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0689. Nefndin óskar henni velfarnaðar á mótinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 31. janúar 2017

Málsnúmer 201702013

Fyrir liggur fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 31. janúar 2017.

Lagt fram til kynningar.

4.Umsóknir óskast um mótshald 23. Unglingalandsmót UMFÍ 2020 og 9. landsmót UMFÍ 50 + 2019

Málsnúmer 201702050

Fyrir liggur tölvupóstur frá Ungmennafélagi Íslands dagsettur 7. febrúar 2017, þar sem fram kemur að óskað er eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 23. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður árið 2020 og 9. Landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið verður árið 2019.

Málinu frestað til næsta fundar.

5.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2017

Málsnúmer 201701048

Farið yfir starfsáætlun íþrótta og tómstundanefndar fyrir árið 2017 og hún samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.