Frístundastyrkir

Málsnúmer 201612083

Íþrótta- og tómstundanefnd - 27. fundur - 25.01.2017

Fyrir liggur erindi frá bæjarstjórnarbekknum í Barra 17. desember 2016 þar sem lagt er til að tekin séu upp frístundakort handa börnum í sveitarfélaginu.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að afla frekari gagna um fyrirkomulag frístundastyrkja í öðrum sveitarfélögum. Jafnframt óskar nefndin eftir því að málið verði tekið fyrir í starfshópi sem nú er að störfum um gerð æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 37. fundur - 13.12.2017

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi reglur um tómstundaframlag fyrir árið 2018 og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 267. fundur - 17.01.2018

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson, sem fagnaði umræddum stuðningi sveitarfélagsins við frístundaiðkun barna og unglinga. Stefán Bogi Sveinsson, sem tók undir með Þórði og Anna Alexandersdóttir, sem tók umdir með Þórði Mar og Stefáni Boga og lýsti stuðningi sínum við framkomnar reglur um tómstundaframlög.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagt minnisblað um tómstundaframlag fyrir börn og ungmenni á Fljótsdalshéraði, reglur, markmið og skilyrði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.