Íþrótta- og tómstundanefnd

37. fundur 13. desember 2017 kl. 17:00 - 18:42 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við dagkrá fundarins fundargerð til kynningar. Verður það mál nr.2 á dagskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Umsókn um styrk/Lyftingafélag Austurlands

Málsnúmer 201710033

Undir þessum lið mætti Tinna Halldórsdóttir f.h. Lyftingafélags Austurlands.

Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 22. nóvember 2017.
Íþrótta- og tómstundanefnd hafnar styrkbeiðni Lyftingafélags Austurlands, en felur starfsmanni að útbúa drög að samningi við Lyftingafélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal 28. nóvember 2017

Málsnúmer 201712044

Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð vallaráðs 16. nóvember 2017

Málsnúmer 201711116

Fundargerð lögð fram til kynningar

4.Hagir og líðan ungs fólks á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201712014

Lagt fram til kynningar.

5.Sundlaugar okkar allra

Málsnúmer 201711111

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að sundlaugin á Egilsstöðum kemur ágætlega út hvað varðar aðgengi fatlaðra.

Er skýrslunni að öðru leyti beint til forstöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum til yfirferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Frístundastyrkir

Málsnúmer 201612083

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi reglur um tómstundaframlag fyrir árið 2018 og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Samstarfssamningur milli Íþróttafélagsins Hattar og Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201602107

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti samstarfssamning á milli Íþróttafélagsins Hattar og Fljótsdalshéraðs.

Starfsmanni falið að klára viðræður við Íþróttafélagið Hött og undirritun samnings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:42.