Ormahreinsun gæludýra

Málsnúmer 201501269

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 16. fundur - 11.02.2015

Erindi dagsett 09.01.2015 þar sem Hrönn Bergþórsdóttir kt.301053-5099 óskar eftir að fá endurgeiddan kostnað vegna ormahreinsunar kattar síns.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda. Endurgreiðslan nemi ekki hærri upphæð en Fljótsdalshérað greiðir fyrir ormahreinsunina.
Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að leita leiða til að koma til móts við gæludýraeigendur, sem ekki komast með dýrin í ormahreinsun á auglýstum tímum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 41. fundur - 24.02.2016

Til umræðu er ormahreinsun hunda á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að í stað þess að auglýsa ormahreinsun gæludýra þá verði skráðum hunda- og kattaeigendum sent bréf með góðum fyrirvara þar sem gefnar eru upp tímasetningar ormahreinsunar. Nefndin samþykkir að listi yfir skráningarskyld dýr verði aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 02.03.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að í stað þess að auglýsa ormahreinsun gæludýra þá verði skráðum hunda- og kattaeigendum sent bréf með góðum fyrirvara þar sem gefnar eru upp tímasetningar ormahreinsunar. Jafnframt samþykkt að listi yfir leyfishafa skráningarskyldra dýra verði aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.