Húsfélagið Hömrum 7, vegna vatnsveðurs 28.12.2015

Málsnúmer 201602114

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 41. fundur - 24.02.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 15.02.2016 þar sem Guðlaug Ólafsdóttir f.h. stjórnar Húsfélagsins Hömrum 7 óskar eftir að skoðað verði hvort áformað sé að gera einhverjar ráðstafanir vegna vatns sem flæddi inn í kjallara hússins í vatnsveðrinu 28. og 29. desember 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa erindinu til vinnu um úrbætur á lögnum og afvötnun svæða. Tekin verður ákvörðun um úrbætur þegar þeirri vinnu líkur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu