Svæðisáætlun um meðferð úrgangs

Málsnúmer 201602120

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 41. fundur - 24.02.2016

Erindi dagsett 12.02.2016 þar sem Helga Hreinsdóttir f.h. Heilbrigðiseftirlits Austurlands óskar eftir upplýsingum um hvort hafin sé vinna við gerð svæðisáætlunar um meðferð úrgangs skv. ákvæðum laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með áorðnum breytingum skv. lögum nr. 63/2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem ekki er hafin vinna við endurskoðun svæðisáætlunar um meðferð úrgangs, þá samþykkir umhverfis-og framkvæmdanefnd að hafin verði vinna við endurskoðunina í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 02.03.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem ekki er hafin vinna við endurskoðun svæðisáætlunar um meðferð úrgangs, þá samþykkir bæjarstjórn að tillögu umhverfis-og framkvæmdanefndar að hafin verði vinna við endurskoðunina í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.