Fyrir liggur fundargerð vinnuhóps um fræðasetur um Jón lærða frá 3. febrúar 2017. Á fundinn undir þessum lið mættu Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Stefán Þórarinsson fulltrúar vinnuhópsins og fóru þau yfir þær hugmyndir sem verið hafa á borðum hópsins.
Samkvæmt samningi Fljótsdalshéraðs, Austurfarar og Þjónustusamfélagsins á Héraði eiga þessir aðilar að tilnefna fulltrúa í samstarfsnefnd Egilsstaðastofu.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Aðalheiður Björt Unnarsdóttir taki sæti í samstarfsnefnd Egilsstaðastofu sem fulltrúi sveitarfélagsins.
Málið í vinnslu.