Atvinnu- og menningarnefnd

47. fundur 06. febrúar 2017 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Læknisbústaðurinn á Hjaltastað

Málsnúmer 201511026

Fyrir liggur fundargerð vinnuhóps um fræðasetur um Jón lærða frá 3. febrúar 2017. Á fundinn undir þessum lið mættu Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Stefán Þórarinsson fulltrúar vinnuhópsins og fóru þau yfir þær hugmyndir sem verið hafa á borðum hópsins.

Málið í vinnslu.

2.Egilsstaðastofa

Málsnúmer 201501023

Samkvæmt samningi Fljótsdalshéraðs, Austurfarar og Þjónustusamfélagsins á Héraði eiga þessir aðilar að tilnefna fulltrúa í samstarfsnefnd Egilsstaðastofu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Aðalheiður Björt Unnarsdóttir taki sæti í samstarfsnefnd Egilsstaðastofu sem fulltrúi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar 2017

Málsnúmer 201701049

Málið var áður á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Sjötíu ára afmæli Egilsstaðakauptúns

Málsnúmer 201602100

Í vinnslu.

Fundi slitið.