Fyrir liggja umsóknir um menningarstyrki sem auglýstir voru til umsóknar á síðasta ári með umsóknarfresti til 16. desember 2016.
Alls bárust 29 umsóknir með styrkbeiðni upp á kr. 9.5 milljónir. Til úthlutunar voru kr. 3.670.000. Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt: -Félagsmiðstöðin Nýung, Dagur sköpunar kr. 200.000 -Tónlistarstundir, Tónlistarstundir 2017 í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkjur kr. 270.000 -Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Sýning á textílverkum efir Guðnýju Marinósdóttur kr. 200.000 -Kvennakórinn Héraðsdætur, Ljóða- og lagakeppni og tónleikar kr. 150.000 -Myndlistarfélag Fljótsdalshéraðs, Námskeið og sýning félagsins kr. 100.000 -Kór Egilsstaðakirkju, Tónleikar og kórferðalag kr. 50.000 -Erla Dóra Vogler, Tónlistarskemmtun í Sláturhúsinu og Dyngju kr. 100.000 -Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, Heiðarbýlin heimildaöflun og kvikmyndataka kr. 160.000 -Kvenfélag Hróarstungu, Pálsvaka, í tilefni 190 ára afmælis Páls Ólafssonar kr. 100.000 -Suncana Slamnig, Sembalhátíð í Vallanesi kr. 100.000 -Kammerkór Egilsstaðakirkju, Tónleikar Messías eftir Handel kr. 200.000 -Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Þjóðleikur á Austurlandi 2017 kr. 350.000 -Þórunn Gréta Sigurðardóttir, Tónleikar og sýning í tilefni af100 ára ártíð Jóns Þórarinssonar tónskálds kr. 200.000 -Alona Pereeplytsia, Dansskóli og sýning kr. 250.000 -Sigurðardóttir ehf, Útvarp okkar allra námskeið og framleiðsla á útvarpsþáttum kr. 120.000 -Berglind Halldórsdóttir, Námskeið og tónleikar Lúðrasveitar og skólahljómsveitar Fljótsdalshéraðs kr. 150.000 -Bjarni Þór Haraldsson, Heiðurs- og yfirlitstónleikar Dio 75 ára með ungu fólki frá svæðinu kr. 150.000 -Menningarfélagið Tær, Danssýningin Macho Man kr. 100.000 -Leikfélagið Grímur, Trúðasýning fyrir börn kr. 150.000 -Listdans á Austurlandi, Dansnámskeið fyrir börn og fullorðna kr. 250.000 -Ólöf Björk Bragadóttir, Eyjasamfélög menningararfleifð listasmiðjur og sýning kr. 200.000 -Þroskahjálp á Austurlandi, Listahátíð án landamæra 2017 kr. 120.000
Þá verði Héraðsskjalasafn Austfirðinga styrkt um kr. 720.000, vegna sýningarinnar Egilsstaðir í 70 ár atvinnusaga og byggðaþróun, sem tekið verði af lið 0538.
Farið yfir umsóknir og stefnt að afgreiðslu þeirra á næsta fundi nefndarinnar.