Skýli yfir vaska á tjaldsvæði

Málsnúmer 201701024

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 61. fundur - 11.01.2017

Lagt er fyrir erindi frá Austurför ehf. Skýli yfir vaska utaná húsi.
Til þess að bæta aðstöðu ferðamanna á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum óskar Austurför eftir því að sveitarfélagið byggji lítið skýli yfir vaska utaná húsi til þess að gestir tjaldsvæðisins geti staðið undir því þegar þeir vaska upp í rigningu og annari úrkomu.
Hugmyndin er að fá efni úr Hallormsstað til þess að útihýsi sem er á tjaldsvæði og útlit á skýli yfir vöskum beri saman.
Meðfylgjandi er erindi og myndir af mögulegri útfærslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að taka saman kostnaðaráætlun og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 62. fundur - 25.01.2017

Lagt er fyrir erindi frá Austurför ehf. Skýli yfir vaska utaná húsi.
Til þess að bæta aðstöðu ferðamanna á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum óskar Austurför eftir því að sveitarfélagið byggji lítið skýli yfir vaska utaná húsi til þess að gestir tjaldsvæðisins geti staðið undir því þegar þeir vaska upp í rigningu og annari úrkomu.
Kostnaðaráætlun liggur nú fyrir.

Kjartan Róbertsson situr undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar framkvæmdinni á verkefnalista framkvæmda 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.