Umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201701053

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 62. fundur - 25.01.2017

Lagt er fyrir umsókn um skráningu nýrra landaeignar í fasteignaskrá.
Sótt er um að skrá nýja landeign úr Stakkabergi, landnúmer 201328 og skal heiti nýrra landeigna vera Stakkaberg 2.
Einnig breytist afmörkun landeignar Eyvindará 13 og við bætist aukin kvöð vegna aðgengis á landeign Eyvindará 13 og Stakkaberg.
Meðfylgjandi er umsóknareyðublað og mæliblað.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 63. fundur - 08.02.2017

Lagt er fyrir erindi Hafliða P. Hjarðar, kt.120556-5849, Umsókn um skráningu nýrra landaeigna í fasteignaskrá.
Heiti upprunaeignar: Stakkaberg 1, landnr.:201328.
Heiti nýrra landaeigna: Stakkaberg 2.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.