Umsókn um byggingarleyfi, breytingar

Málsnúmer 201701096

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 62. fundur - 25.01.2017

Lagt er fyrir erindið Umsókn um byggingarleyfi / breytingar á orlofshúsi nr.13 á Einarsstöðum, fastanr. 217-4992 / landnr. 157468.
Um er að ræða breytingar og stækkun á orlofshúsi, mannvirkið stækkar úr 45,9m2 í 66,3m2.

Ekki er að finna gildandi deiliskipulag fyrir frístundabyggð á Einarsstöðum.

Það er mat nefndarinnar að breytingarnar séu óverulegar og varði ekki hagsmuni nágranna, nefndin felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn málsins skv. 3.mgr.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 156. fundur - 30.03.2017

Ekki var að finna gildandi deiliskipulag fyrir frístundabyggð á Einarsstöðum, erindið var því lagt fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd þann 25.1.2017 til umfjöllunar. Var það mat nefndarinnar að um óverulegar breytingar væri um að ræða sem varði ekki hagsmuni nágranna, sbr. 3.mgr.44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefndar var staðfest í bæjarstjórn þann 1.2.2017.



Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.