Beiðni um uppsetningu smáhýsa á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum

Málsnúmer 201611106

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60. fundur - 14.12.2016

Lagt er fyrir erindið Beiðni um uppsetningu smáhýsa á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum.
Austurför ehf. óskar eftir að fá að setja upp smáhýsi á tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Smáhýsin eru undir 15m2 að stærð og lægri en 2,5m að hæð.
Fyrst um sinn yrðu staðsett 2-3 hýsi næsta vor en gætu orðið 10-15 talsins í framtíðinni.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila rekstraraðila tjaldsvæðisins að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem lögð verði fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Nefndin bendir á að gera þarf viðauka við samning um rekstur tjaldsvæðisins þar sem tekið yrði á þessari framkvæmd, meðal annars kaupskyldu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd erindið, beiðni um uppsetningu smáhýsa á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum.
Austurför ehf. óskar eftir að fá að setja upp smáhýsi á tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Smáhýsin eru undir 15m2 að stærð og lægri en 2,5m að hæð. Fyrst um sinn yrðu staðsett 2-3 hýsi næsta vor en gætu orðið 10-15 talsins í framtíðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð lítur svo á að uppbygging á borð við þá sem gert er ráð fyrir í þeim tillögum sem liggja fyrir í málinu eigi að vera á forræði sveitarfélagsins, sem eiganda tjaldsvæðisins, en ekki rekstraraðila.

Á meðan ekki hefur verið mótuð stefna hjá sveitarfélaginu um aukið þjónustuframboð á tjaldsvæðinu telur bæjarráð ekki tímabært að leggja til breytingar á deiliskipulagi sem gera ráð fyrir slíkri uppbyggingu. Eigi að móta slíka stefnu telur bæjarráð eðlilegt að unnið verði að því á vettvangi atvinnu- og menningarnefndar og að málið komi til afgreiðslu bæjarstjórnar í framhaldi.

Bæjarstjóra og atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa er falið að boða bréfritara til fundar til að kynna og fara yfir afgreiðslu erindisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 45. fundur - 09.01.2017

Á fundi bæjarráðs 19. desember 2016 var eftirfarandi bókun lögð fram og samþykkt:
Lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd 14. desember 2016 erindið, beiðni um uppsetningu smáhýsa á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum.
Austurför ehf. óskar eftir að fá að setja upp smáhýsi á tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Smáhýsin eru undir 15m2 að stærð og lægri en 2,5m að hæð. Fyrst um sinn yrðu staðsett 2-3 hýsi næsta vor en gætu orðið 10-15 talsins í framtíðinni.

Bæjarráð lítur svo á að uppbygging á borð við þá sem gert er ráð fyrir í þeim tillögum sem liggja fyrir í málinu eigi að vera á forræði sveitarfélagsins, sem eiganda tjaldsvæðisins, en ekki rekstraraðila.

Á meðan ekki hefur verið mótuð stefna hjá sveitarfélaginu um aukið þjónustuframboð á tjaldsvæðinu telur bæjarráð ekki tímabært að leggja til breytingar á deiliskipulagi sem gera ráð fyrir slíkri uppbyggingu. Eigi að móta slíka stefnu telur bæjarráð eðlilegt að unnið verði að því á vettvangi atvinnu- og menningarnefndar og að málið komi til afgreiðslu bæjarstjórnar í framhaldi.

Bæjarstjóra og atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa er falið að boða bréfritara til fundar til að kynna og fara yfir afgreiðslu erindisins.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur sem móti stefnu um tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Gert verði ráð fyrir að hópurinn skili af sér niðurstöðum fyrir 1. maí 2017. Starfshópinn myndi Þórður M. Þorsteinsson sem verði formaður hópsins, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Þorvaldur Hjarðar. Einnig er lagt til að umhverfis- og framkvæmdanefnd skipi einn fulltrúa í hópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 62. fundur - 25.01.2017

Á fundi Atvinnu- og menningarnefndar nr. 45 var eftirfarandi niðurstaða bókfærð:

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur sem móti stefnu um tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Gert verði ráð fyrir að hópurinn skili af sér niðurstöðum fyrir 1. maí 2017. Starfshópinn myndi Þórður M. Þorsteinsson sem verði formaður hópsins, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Þorvaldur Hjarðar. Einnig er lagt til að umhverfis- og framkvæmdanefnd skipi einn fulltrúa í hópinn.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd skipar Guðrúnu Rögnu Einarsdóttur í starfshópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.