Eyvindará 2, aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201301254

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 89. fundur - 13.02.2013

Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalséraðs, ásamt rökstuðningi, samkvæmt 36.gr.sipulagslaga nr.123/2010. Breytingin felst í því, að skilmáli fyrir verslunar-og þjónustusvæði að Eyvindará II merkt V26, sem hljóðar svo:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum. Hljóði þannig eftir breytingu:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, eins og að ofan greinir, verði samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að auglýsa breytinguna og senda hana Skipulagsstofnun til meðferðar samkvæmt 36. gr. skipulagslaga..

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, ásamt rökstuðningi, samkvæmt 36.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Breytingin felst í því, að skilmáli fyrir verslunar-og þjónustusvæði að Eyvindará II merkt V26, sem hljóðar svo:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum. Hljóði þannig eftir breytingu:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn óverulega breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, eins og að ofan greinir. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að auglýsa breytinguna og senda hana Skipulagsstofnun til meðferðar samkvæmt 36. gr. skipulagslaga..

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 113. fundur - 26.03.2014

Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalséraðs, ásamt rökstuðningi, samkvæmt 36.gr.sipulagslaga nr.123/2010. Breytingin felst í því, að skilmáli fyrir verslunar-og þjónustusvæði að Eyvindará II merkt V26, sem hljóðar svo:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum. Hljóði þannig eftir breytingu:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.
Málið var áður á dagskrá 13.2.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem fyrirhugað er að gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þá samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd að ofangreint verði hluti af breytingunni.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja í gang vinnu við skipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 194. fundur - 02.04.2014

Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, ásamt rökstuðningi, samkvæmt 36. gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því, að skilmáli fyrir verslunar- og þjónustusvæði að Eyvindará II merkt V26, sem hljóðar svo:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum. Hljóði þannig eftir breytingu:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.
Málið var áður á dagskrá 13.2.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem fyrirhugað er að gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þá samþykkir bæjarstjórn skv. tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að ofangreint verði hluti af breytingunni.
Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja í gang vinnu við skipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 4. fundur - 13.08.2014

Lögð er fram verkefnislýsing fyrir Eyvindará II, vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða verkefnalýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana samkvæmt 30.gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 201. fundur - 20.08.2014

Lögð er fram verkefnislýsing fyrir Eyvindará II, vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og gerð deiliskipulags samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða verkefnalýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana samkvæmt 30. gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 10. fundur - 22.10.2014

Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, tillagan felur í sér að skilmálum er breytt þannig að verslunar og þjónustusvæði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum í gildandi aðalskipulagi verði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.
Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við tillöguna skv.30.gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, tillagan felur í sér að skilmálum er breytt þannig að verslunar og þjónustusvæði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum í gildandi aðalskipulagi verði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.
Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við tillöguna skv. 30. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 2. fundur - 12.01.2015

Óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar um breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalséraðs. Breytingin felst í því, að skilmáli fyrir verslunar-og þjónustusvæði að Eyvindará II merkt V26, sem hljóðar svo:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum. Hljóði þannig eftir breytingu:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 40. fundur - 10.02.2016

Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, tillagan felur í sér að skilmálum er breytt þannig að verslunar og þjónustusvæði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum í gildandi aðalskipulagi verði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.
Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga
Tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu um deiliskipulag svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, tillagan felur í sér að skilmálum er breytt þannig að verslunar- og þjónustusvæði V26, Eyvindará II, ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum í gildandi aðalskipulagi verði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.
Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga.
Tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu um deiliskipulag svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 46. fundur - 27.04.2016

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 17.02.2016 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 1. október 2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemd barst frá Juralist Lögmanns- og ráðgjafarstofa f.h. hagsmunaaðila.

Málið er í vinnslu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 47. fundur - 11.05.2016

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 10.02.2016 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. október 2014 felur í sér að skilmálum er breytt þannig að verslunar og þjónustusvæði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum í gildandi aðalskipulagi verði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Athugasemd dagsett 14. apríl 2016 frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms.
2) Athugasemdir, settar fram af JURALIS, dags. 14. apríl 2016.
3) Athugasemd ódagsett en innfærð 23.03.2016 frá Philip Vogler.
Fyrir liggja svör við athugasemdum dagsett 09.05.2016.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 48. fundur - 24.05.2016

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 10.02.2016 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. október 2014 felur í sér að skilmálum er breytt þannig að verslunar og þjónustusvæði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum í gildandi aðalskipulagi verði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemdir/ábendingar bárust:
1) Andmæli við tillögu um breytingu á aðalsskipulagi Fljótsdalshéraðs sem og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Eyvindará II, dagsett 14. apríl 2016 frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms fyrrum ábúenda að Eyvindará.
2) Athugasemdir við auglýsta tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Eyvindarár II, settar fram af JURALIS, dags. 14. apríl 2016.
3) Athugasemd/ábending ódagsett en innfærð 23.03.2016 frá Philip Vogler.
Fyrir liggja svör við athugasemdum dagsett 09.05.2016.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur fram eftirfarandi bókun við andmæli við tillögu að breytingu frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms:

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er við auglýsingu tillögu að aðalskipulagi gert ráð fyrir að þeim aðilum sem hagsmuna eiga að gæta, sé veittur réttur til að gera athugasemdir við tillögu að breytingum á aðalskipulagi. Í framkomnu erindi er ekki gerð grein fyrir hagsmunum þeirra sem standa að erindinu, utan þess að kynnt er að hluti aðila eigi lóðir á svæðinu. Þá er erindið óundirritað og óljóst á grunni hvaða hagsmuna athugasemdirnar eru settar fram. Eftirfarandi afstaða er tekin til athugasemda, sbr. 32. skipulagslaga.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd áréttar að tillaga að aðalskipulagsbreytingu felur ekki í sér breytingu á landnotkunarflokki, nema að því marki sem stærð svæðis er stækkuð. Skipulagstillagan felur ekki í sér eðlilsbreytingu á landnotkun frá gildandi skipulagi, þótt hún geri ráð fyrir auknu umfangi starfsemi á svæðinu. Þá er bent á að skipulagssvæðið er í jaðri svæðis sem samkvæmt aðalskipulagi er með landnotkunarflokkinn þéttbýli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur fram eftirfarandi bókun við athugasemdum við auglýsta tillögu að breytingu frá JURALIS:

Eftirfarandi afstaða er tekin til athugasemda, sbr. 32. gr. skipulagslaga.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd áréttar að tillaga að aðalskipulagsbreytingu felur ekki í sér breytingu á landnotkunarflokki, nema að því marki sem stærð svæðis er stækkuð. Skipulagstillagan felur ekki í sér eðlilsbreytingu á landnotkun frá gildandi skipulagi, þótt hún geri ráð fyrir auknu umfangi starfsemi á svæðinu. Þá er bent á að skipulagssvæðið er í jaðri svæðis sem samkvæmt aðalskipulagi er með landnotkunarflokkinn þéttbýli.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun við athugasemdum/ábendingum Philips Vogler:

Umhverfis og framkvæmdanefnd hefur móttekið athugasemdir/ábendingar þínar sem lagðar voru fram í tengslum við auglýsingu tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Eyvindarár II. Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem sett eru fram í bréfinu um að huga þurfi betur að aðgengi gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda í nágrenni við þéttbýlið á Egilsstöðum og í Fellabæ. Nefndin telur þó ekki tímabært að færa leiðir meðfram þjóðvegum utan þéttbýlisins fyrir þessa vegfarendur inn í skipulag fyrr en kerfi slíkra leiða hefur verið skoðað í heild. Búast má við að innan fárra ára verði ráðist í endurskoðun aðalskipulagsins og gefst þá gott tækifæri til að taka þessi mál til skoðunar. Stofnaður hefur verið vinnuhópur um gerð þemakorts um gönguleiðir við og í þéttbýlinu við Fljótið. Nefndin væntir þess að niðurstöður hópsins verði mjög gagnlegar þegar kemur að endurskoðun aðalskipulagsins, deiliskipulagsgerð og framkvæmdaáætlunum og samþykkir að vísa athugasemdinni til vinnuhópsins til frekari skoðunar og úrvinnslu. Nefndin þakkar þá brýningu sem í athugasemdinni felst og ítrekar að hún er sammála þeim meginsjónarmiðum sem þar koma fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 10.02.2016 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. október 2014 felur í sér að skilmálum er breytt þannig að verslunar og þjónustusvæði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum í gildandi aðalskipulagi verði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemdir/ábendingar bárust:
1) Andmæli við tillögu um breytingu á aðalsskipulagi Fljótsdalshéraðs sem og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Eyvindará II, dagsett 14. apríl 2016 frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms fyrrum ábúenda að Eyvindará.
2) Athugasemdir við auglýsta tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Eyvindarár II, settar fram af JURALIS, dags. 14. apríl 2016.
3) Athugasemd/ábending ódagsett en innfærð 23.03.2016 frá Philip Vogler.
Fyrir liggja svör við athugasemdum dagsett 09.05.2016.


Bæjarstjórn staðfestir svör umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram koma í fundargerð hennar frá 24.05. 2016,við framkomnum athugasemdum og andmælum.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til meðferðar.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið fari í viðræður við Vegagerðina um úrbætur á heimreiðinni að Eyvindará, eins og ábendingar komu fram um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.