Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi, viðbótargjald vegna Starfsleyfis.

Málsnúmer 201507042

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 29. fundur - 12.08.2015

Erindi dagsett 14.07.2015 þar sem Sigrún Ágústsdóttir f.h. Umhverfisstofnunar óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins um fyrirhugaða hækkun gjalds vegna útgáfu starfsleyfis fyrir urðunarstaðinn Tjarnarlandi, þar sem vinna við starfsleyfið reyndis mun meiri en gert var ráð fyrir, einkum vegna vinnu við áhættumatið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða hækkun gjalds vegna útgáfu starfsleyfisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 306. fundur - 17.08.2015

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest. ?