Ósk um umsögn vegna tillögu mannvirkjastofnunar að skoðunarhandbók.

Málsnúmer 201507041

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 29. fundur - 12.08.2015

Erindi dagsett 07.07.2015 þar sem Hafsteinn Pálsson, Umhverfis- og Auðlindaráðuneytinu, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu Mannvirkjastofnunar að skoðunarhandbókum vegna framkvæmdar lokaúttekta, öryggisúttekta og áfangaúttekta og vegna yfirferðar hönnunargagna í tengslum við mannvirkjagerð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við tillögu Mannvirkjastofnunar að skoðunarhandbókum vegna framkvæmdar lokaúttekta, öryggisúttekta og áfangaúttekta og vegna yfirferðar hönnunargagna í tengslum við mannvirkjagerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 306. fundur - 17.08.2015

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.