Ásýnd svæða í landi Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806133

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 93. fundur - 27.06.2018

Farið er yfir áherslur í umhverfismálum og ásýnd sveitarfélagsins.

Lögð er fram skýrsla Teiknistofan AKS um aðkomu í þéttbýli Egilsstaða og Fellabæjar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að tillögur skýrslunar verði hafðar til hliðsjónar við gerð framkvæmdar- og fjárhagsáætlana.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hvetur stofnanir sveitarfélagsins til að ganga fram með góðu fordæmi hvað varðar umgengni og lóðafrágang.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 94. fundur - 11.07.2018

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggja ábendingar íbúa og starfsmanna um að ásýnd veghelgunarsvæða þjóðvegar 1 um Fellabæ og Seyðisfjarðarvegar frá Fagradalsvegi og a.m.k. að Eyvindarárbrú sé ábótavant þar sem ekki er slegið á þessum svæðum með reglubundnum hætti yfir sumartímann.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fer fram á að Vegagerðin sinni slætti á veghelgunarsvæðum þjóðvegar 1 um Fellabæ og Seyðisfjarðarveg frá Fagradalsvegi að Eyvindarárbrú með þeim hætti að sómi sé að. Framvegis verði þessi svæði slegin að lágmarki mánaðarlega, fyrir 15. hvers mánaðar, á tímabilinu frá maí til september.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.