Björn fór yfir minnispunkta frá fundi sem haldinn var sl. þriðjudag um mögulegt samstarf sveitarfélaga á félagsþjónustusvæðinu um innleiðingu persónuverndarlöggjafar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að samstarfssamningi við þau sveitarfélög sem þess óska.
Bæjarstjóri kynnti drög að samningi um vinnu við innleiðingu persónuverndarlöggjafar og starfa persónuverndarfulltrúa. Samningurinn er gerður við Fljótsdalshrepp, Borgarfjarðarhrepp, Djúpavogshrepp og Seyðisfjarðarkaupstað.
Lögð fram persónuverndarstefna Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu sem og samtstarfssamningur sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshrepps, Seyðisfjarðarkaupsstaðar og Borgarfjarðarhrepps um vinnu við innleiðingu persónuverndarlöggjafar og starf persónuverndarfulltrúa.
Eftirfarandi tillaga lögð fram. Bæjarráð samþykkir framlagða persónuverndarstefnu Fljótsdalshéraðs og jafn framt fyrirliggjandi samning um vinnu við innleiðingu persónuverndarlöggjafar og starf persónuverndarfulltrúa milli framangreindra sveitarfélaga. Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fh. Fljótsdalshéraðs og láta birta persónuverndarstefnuna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fjallað var um vinnuna við innleiðingu persónuverndarlöggjafarinnar. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera viðauka við samning um vinnu við innleiðingu persónuverndarlöggjafar og starf persónuverndarfulltrúa, sem gildir til loka árs 2019.
Lögð fram uppfærð verkáætlun vegna innleiðingar persónuverndarlöggjafar hjá Fljótsdalshéraði, Borgarfjarðarhreppi, Seyðisfjarðarkaupstað og Djúpavogshreppi. Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til að framlengja ráðningu verkefnastjóra innleiðingar persónuverndarlöggjafar til loka febrúar 2020.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að samstarfssamningi við þau sveitarfélög sem þess óska.