Umsókn um leigu á atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 201711118

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 409. fundur - 04.12.2017

Lögð fram erindi varðandi mögulega leigu á húsnæðinu að Miðvangi 31.
Bæjarráð óskar frekari upplýsinga frá umsækjendum og bæjarstjóra falið að kalla eftir þeim fyrir næsta fund.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 410. fundur - 11.12.2017

Þetta mál var á dagskrá síðasta bæjarráðsfundar, en þar var óskað frekari upplýsinga um málið.

Bæjarráð samþykkir að gerður verði skammtímaleigusamningur við Landstólpa vegna húsnæðisins að Miðvangi 31, eða hluta þess, sem gildi út maí 2018. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Landstólpa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 411. fundur - 08.01.2018

Fyrir liggja tvær fyrirspurnir um mögulega leigu á húsnæði að Miðvangi 31. Landstólpa hefur þegar verið leigður helmingur hússins út maí 2018.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka saman yfirlit yfir þá aðila sem sýnt hafa áhuga á að nýta umrætt húsnæði og lóð og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 412. fundur - 15.01.2018

Farið yfir fyrirspurnir og umsóknir um mögulega leigu á húsnæði Sveitarfélagsins að Miðvangi 31.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera skammtímasamning við Daníel Haraldsson dýralækni um þann hluta húsnæðisins sem ekki er þegar í útleigu. Leigutíminn verði sá sami og í samningi við Landstólpa.


Undir þessum lið komu fulltrúar í starfshópi um Attractive Towns, þau Bylgja Borgþórsdóttir, Freyr Ævarsson og Kjartan Róbertsson á fundinn og reifuðu hugmyndir sínar um framtíðarnýtingu húsnæðisins að Miðvangi 31 og svæðisins þar norðuraf.
Bæjarráð þakkar áhugaverða kynningu og óskar eftir nánari útfærslu á hugmyndum þeirra, sem vísað verði til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umfjöllunar.