Minkaveiðar við Jökulsá á Dal og þverár hennar.

Málsnúmer 201802128

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 86. fundur - 28.02.2018

Erindi frá Veiðifélagi Jökulsár á Dal.

Veiðifélag Jökulsár á Dal fer þess á leit við Fljótsdalshérað að sveitarfélagið
stuðli að eflingu á skipulagðri eyðingu minks við Jökulsá á Dal og hliðarár
hennar og beri kostnað af þeim aðgerðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir að Skipulags- og byggingarfulltrúi láti taka saman upplýsingar um greiðslur sveitarfélagsins vegna eyðingar á mink við Jökulsá á Dal.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 87. fundur - 14.03.2018

Erindi frá Veiðifélagi Jökulsár á Dal þar sem félagið fer þess á leit við Fljótsdalshérað að sveitarfélagið stuðli að eflingu á skipulagðri eyðingu minks við Jökulsá á Dal og hliðarár hennar og beri kostnað af þeim aðgerðum.

Málið var áður á dagskrá 86. fundi nefndarinnar.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd hafnar erindinu þar sem nú þegar er mjög skilvirk eyðing minks í sveitafélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.