Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

457. fundur 11. febrúar 2019 kl. 08:15 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Björn Ingimarsson bæjarstjóri upplýsti um fundi í Reykjavík, sem hann átti nú fyrir helgina og það sem þar fór fram.

Umsagnir um tækifærisleyfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs verði veitt umboð til að veita umsagnir um tækifærisleyfi fyrir einstakar skemmtanir og atburði sem fram fara utan veitinga- og gististaða í atvinnuskyni og kalla á eftirlit og/eða löggæslu. sbr.17. gr. laga nr. 85/2007. Umsagnirnar verði veittar fyrir hönd sveitarfélagsins og í umboði bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundargerð 248. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201902026

Farið yfir nokkra liði í fundargerðinni, en hún að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð 6. fundar framkvæmdaráðs SSA - 15. jan 2019

Málsnúmer 201902030

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð 8. fundar stjórnar SSA - 29. janúar 2019

Málsnúmer 201902031

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð 51. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi

Málsnúmer 201902032

Björn fór yfir það helsta sem um var fjallað á fundinum, en fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

6.Aukaársfundur Austurbrúar ses. 19. febrúar 2019

Málsnúmer 201902029

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

7.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004

Kjartan Róbertsson umsjónarmaður fasteigna og Anna María Þórhallsdóttir arkitekt mættu á fundinn til að fara yfir hugmyndir að nýtingu hússins að Miðvangi 31 og rýminu inn í því.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti þær útfærslur sem þar voru kynntar.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar og Stefán Bogi Sveinsson forseti bæjarstjórnar fari í næstu kynnisferð til Danmerkur, ásamt fulltrúum úr starfshópnum.

8.Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa

Málsnúmer 201901079

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til félagsmálanefndar til afgreiðslu.

9.Húsnæðisáætlanir sveitafélaga

Málsnúmer 201902011

Bæjarráð lýtur svo á að breytingar á forsendum milli ára gefi ekki tilefni til að breyta þeirri húsnæðisáætlun sem samþykkt var af bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs 2. maí 2018.
Bæjarstjóra falið að láta uppfæra dagsetningar í áætluninni og skila henni þannig til Íbúðarlánasjóðs.

10.Lögreglustjóraembættið og embætti Sýslumannsins á Austurlandi - Ályktum frá aðalfundi SSA 2018

Málsnúmer 201902049

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma á fundi bæjarráðs með Sýslumanninum á Austurlandi til að ræða þjónustu embættisins í sveitarfélaginu.

11.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur)

Málsnúmer 201902002

Afgreiðslu málsins vísað til næsta fundar bæjarráðs.

12.Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi

Málsnúmer 201902003

Lagt fram til kynningar.

13.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra)

Málsnúmer 201902050

Bæjarráð samþykkir að fela verkefnisstjóra innleiðingar persónuverndarlöggjafar að fara yfir frumvarpsdrögin og koma með ábendingar ef þurfa þykir.

Fundi slitið - kl. 11:15.